George Barr McCutcheon
George Barr McCutcheon var vinsæll bandarískur rithöfundur og leikskáld á fyrri hluta 20. aldar. Eftir hann liggja fjölmargar skáldsögur og af þeim eru kunnastur sagnabálkur þar sem sögusviðið er Graustark, skáldað land í Austur-Evrópu. Þá var Brewster's Millions (Milljónaævintýrið) gríðarlega vinsæl skáldsaga sem þýdd hefur verið á fjölda tungumála og verið kvikmynduð ótal sinnum.
McCutcheon fæddist 26. júlí árið 1866 í Indinana-fylki í Bandaríkjunum. Faðir hans sem ekki hafði notið reglubundinnar skólagöngu var þrátt fyrir það einstaklega bókhneigður maður og hvatti son sinn ákaft til að skirfa. Meðan George var að alast upp þurfti faðir hans mikið að ferðast vegna starfs síns.
Sögur McCutcheons hafa löngum skilgreindar sem rómantískar skemmtisögur en sú skilgreining fór mjög fyrir brjóstið á honum, enda taldi hann slíkar flokkanir bæði villandi og mikil einföldun á því sem rithöfundar væru að gera. McCutcheon leit frekar á sig sem leikskáld, enda var hann nokkuð afkastamikill á því sviði og fannst hann fá meiri skilning á þeim vettvangi. Til gamans má geta þess að yngri bróðir hans var hinn kunni skopmyndateiknari Tohn T. McCutcheon.